CrossFit XY býður upp á skemmtilegt, jákvætt og persónulegt umhverfi þar sem hver og einn fær að njóta sín, æfa með skemmtilegu fólki og hámarka árangur sinn með aðstoð frábærra þjálfara.
Við í Crossfit XY bjóðum uppá ýmis námskeið sem hægt er að lesa nánar um undir flipanum námskeið hér að ofan.
Crossfit XY hóf starfsemi sína að Auðbrekku 21 í Kópavogi sumarið 2022 en áður hafði stöðin verið staðsett í Miðhrauni í Garðabæ. Stöðin er í kringum 400fm og býður uppá rúmgóðan sal með öllu sem til þarf til að stunda fjölbreytta líkamsrækt.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi starfsemina, námskeiðin eða eitthvað annað þá viljum við heyra frá þér.