XY STUBBAR

Lífið er leikur

XY Stubbar eru tímar fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára sem mæta í fylgd foreldra.

Tímarnir eru kl.09:00-09:45 alla sunnudaga.

Hver tími er 45 mínútur þar sem börnin fá að leika sér í frjálsum leik undir leiðsögn þjálfara. 

Hver tími á sér upphaf og endi með þjálfaranum en mest megnis fá börnin að njóta sín í frjálsum leik í gegnum þrautabraut sem verður sett upp fyrir hvern tíma. 

Athugið að foreldrar eru með barninu sínu í tímanum og bera fulla ábyrgð á sínu barni meðan á tímanum stendur.

Hægt er að velja að greiða heila önn eða 10 skipti. Skiptakortin renna ekki út og geta fylgt barninu áfram á næstu önn ef skiptin eru ekki kláruð