Við bjóðum fyrirtækjum upp á kynningaræfingu í CrossFit þar sem æfingarformið og starfsemi CrossFit XY er kynnt. Á æfingunni er farið í kennslu/kynningu á nokkrum vel völdum æfingum sem hópurinn fær svo að spreyta sig á undir leiðsögn þjálfara.
Fyrirtækið getur valið hvaða dagur hentar fyrir kynningaræfinguna hvort sem það er á virkum degi eða um helgi.
Kynningaræfingin hentar bæði þeim sem hafa stundað CrossFit áður og þeim sem aldrei hafa prófað.
Í kjölfarið af kynningunni getur fyrirtækið valið um að mæta allt frá 3x í viku saman eða jafnvel bara 1x í mánuði sem gæti verið hluti af hópeflingu innan fyrirtækisins.
Ef þú hefur áhuga á að skrá fyrirtækið þitt hafðu þá samband við okkur hér að neðan