Unglinganámskeið

Jákvæð upplifun

Tímarnir  byggja  á því að kynna hreyfingu og heilbrigðan lífstíl fyrir krökkum og unglingum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.  Markmið tímanna er að bæta alhliða form  barna og unglinga á breiðum grunni, með sérstakri áherslu á góða líkamsstöðu, kjarnastyrk, líkamsvitund, liðleika og matarræðis. 

Í lok allra æfinga er lögð áhersla á að kynna fyrir öllum teygjur og þá mismunandi teygjur í takt við þær æfingar sem við höfum verið að gera. Mjög mikilvægt er að foreldrar ítreki það við börnin sín að láta okkur þjálfarana vita ef krakkarnir eru verkjaðir eða finna fyrir meiðslum. Við leggjum mikla áherslu á að hægt er að sníða æfingar að hverjum og einum, því öll erum við jú mismunandi. 

Hvert námskeið er alltaf ein önn þ.e. annað hvort haustönn eða vorönn. 

Allar skráningar fara fram á vefversluninni okkar og þar er hægt að nýta frístundastyrk til að greiða námskeiðið.

Haustnámskeiðið hefst mánudaginn 26.ágúst og stendur til 19.desember  einungis 20 pláss í boði og skráning er hafin.

Tímarnir verða kenndir kl.18:45 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og verða Aron Orri og Vigdís Lilja þjálfarar námskeiðsins.