Grunnnámskeið

Að byrja rétt

Við leggjum ríka áherslu á að iðkendur sem ekki hafa stundað CrossFit áður skrái sig á Grunnnámskeið.  

CrossFit sameinar styrktar-, úthalds-, og liðleika-þjálfun og því er mikilvægt að líkaminn fái tækifæri til þess að aðlagast nýjum æfingum, hreyfingu og að hver og einn nái tökum á grunntækni æfinga sem notast er við í CrossFit.  

Við byrjum rólega og leggjum mikla áherslu á rétta líkamsbeitingu. Álagið er svo aukið jafnt og þétt milli vikna og með því fylgir aukið þrek sem undibýr þig undir áframhaldandi æfingar.  

Grunnnámskeiðið er yfirleitt 2-4.vikna langt og æft er 3 sinnum í viku. Hver æfing er klukkutími í senn og er stýrt faglega af þjálfara. Eftir 2 eða 4 vikur getur þú valið að taka námskeið sem heitir ” Level 2 ” sem er frábært millistig af grunnnámskeiði og almennum tímum. Allar okkar æfingar eru settar uppí level þannig að ef þú ert tilbúin í almenna tíma eftir grunnnámskeiðið þá eru þér allir vegir færir og þú getur mætt strax samkvæmt stundaskrá í almenna tíma.

Næsta námskeið hefst í 27.maí, val er um 2.vikna námskeið eða 4.vikna námskeið